Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2016 | 20:16

Lokaúrtökumót LET: Valdís Þóra T-17 e. 3. dag

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, var á 3 undir pari, 69 höggum, þriðja keppnisdag á lokaúrtökumóti LET, sem fram fer í Marokkó.

Valdís Þóra var á parinu á 1. holu; fékk síðan fugl á 2. holu, en 2. brautin var par-5; var síðan á pari 3. og 4. holu, fékk skolla á 5. holu og síðan fugl á 6. holu.

Á 7. holu bjargaði Valdís Þóra glæsilega pari og var einnig á pari 8.- 9. holu.

Eftir fyrri 9 var Valdís Þóra því á 1 undir pari, með 2 fugla og 1 skolla.

Valdís Þóra átti síðan glæsilega seinni 9.  Það byrjaði á að hún setti niður fuglapútt af 8 metra færi á 10. braut og síðan annan á 11. braut.  Samtals var Valdís Þóra nú á 3 undir pari á 3. degi. Síðan missti hún högg á 12. braut – var á -2 eftir 12. braut og fékk síðan par á 13.- 17. braut; púttaði fyrir erni á 18. braut en fékk fugl.

Sjá má nánari lýsingu á hring Valdísar Þóru 3. keppnisdag á Twitter síðu GSÍ SMELLIÐ HÉR: 

Samtals er Valdís Þóra því á 4 undir pari, 212 höggum (72 71 69).

Topp 30 tryggja sér fullan keppnisrétt á LET og sæti 31.-60 gefa takmarkaðan keppnisrétt og er Valdís Þóra á góðri leið með að tryggja sér fullan keppnisrétt …. að því gefnu að gengið verði svona áfram, en tveir hringir eru eftir. Frábær hringur í dag! Frábært hjá Valdísi Þóru!

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á lokaúrtökumóti LET SMELLIÐ HÉR: