Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2016 | 15:45

Lokaúrtökumót LET: Valdís færist upp skortöfluna á 2. degi – Er T-14

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL tekur þátt í lokaúrtökumóti LET í Marokkó.

Hún er m.a. með heimamann á pokanum sem hún kallar sjálf Múhammeð „dúllu“, en samstarf þeirra er með eindemum gott.

Valdís Þóra færist hægt upp skortöfluna en hún var T-46 í gær og hefir færst í T-14.

Hún er búin að spila báða hringina á samtals 1 undir pari, 143 höggum (72 71).

Efst er hin franska Celine Boutier, sem varð T-44 á lokaúrtökumóti LPGA – en sjá má kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR: en hún hefir spilað á samtals 10 undir pari (65 69).

Sjá má stöðuna á lokaúrtökumótinu með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má tvít GSÍ sem fylgist náið með hverju skrefi Valdísar Þóru í Marokkó með því að SMELLA HÉR: