Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2016 | 15:30

Saga og Henning Darri við keppni á Myrtle Beach

Saga Traustadóttir, GR og Henning Darri Þórðarson, GK taka þátt í móti Global Junior mótaraðarinnar, sem fram fer á Myrtle Beach í Suður-Karólínu.

Henning Darri lék 1. hring á 7 yfir pari, 79 höggum og deilir sem stendur 20. sætinu með 5 öðrum kylfingum, en þátttakendur eru 43 í piltaflokki.

Saga er í neðsta sæti eftir 1. keppnisdag; lék á 18 yfir pari, 88 höggum, sem verður að teljast afar óvenjulegt skor hjá Sögu.

Hún er í neðsta sæti mótsins (T-22), ásamt Mercedes Rudolf frá Austurríki ,en alls eru 23 keppendur í stúlknaflokki.

Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: