Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2016 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Emily Collins (10/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45.

155 þátttakendur voru að þessu sinni.

11 stúlkur voru jafnar í 44. sæti og hljóta allar takmarkaðan spilarétt. Þetta voru þær: Brianna Do, Augusta James, Emily Collins, Caroline Inglis, Allyssa Ferrell, Haeji Kang, Benyapa Niphatsophon, Alejandra Llaneza, Hannah Burke, Celine Boutier og Krista Puisite.

Allar léku þær á 3 undir pari, 363 höggum.

Brianna Do, Caroline Inglis, Allyssa Ferrell, Haeji Kang, Benyapa Niphatsophon, Alejandra Llaneza, Celine Boutier, Hannah Burke og Krista Puisite hafa þegar verið kynntar til sögunnar og í dag verður Emily Collins kynnt.

Emily Collins er fædd 20. júní 1992 í Bedford, Texas og því 24 ára.

Emily hefir verið að spila á Symetra tour og útskrifaðist 2014 frá University of Oklahoma með gráðu í samskiptafræðum. Öll 4 árin spilaði Emily með golfliði skólans og má sjá afrek hennar í bandaríska háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR:

Emily býr í Dallas, Texas. Meðal áhugamála hennar eru yoga, lestur, að horfa á Netflix, og að ferðast.

Hún byrjaði í keppnisgolfinu 10 ára en segist alltaf hafa haft gaman af því að fylgjast með öðrum íþróttum.

Meðal afreka Emily í golfinu er að hafa sigrað 2010 í Kathy Whitworth invitational; hún hefir 3 sinnum tekið þátt í  U.S. women’s amateur ; Árið 2011 tók hún þátt í U.S. women’s open; Árið 2012 varð Emily Texasmeistari í kvennaflokki;  2013 var hún í All-big 12 og All-regional liðunum og 2014 varð hún Illinois meistari kvenna í golfi (ens.: Illinois women’s open champion).

Kærasti Emily er kylfingurinn Max Rottluff og hefir umfjöllun um þau ástarbirdie-anna m.a. verið í Golf Digest þar sem þau eru kynnt sem nýjasta golfpar Bandaríkjanna. Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Komast má á vefsíðu Emily með því að SMELLA HÉR: