Danny Willett talar um sigurinn á Masters og það að verða pabbi í fyrsta sinn 2016
„Klikkað ár (ens. A bonkers year)“ sagði enski kylfingurinn Danny Willett aðspurður um hvernig 2016 hefði reynst honum, í nýlegu viðtali við dagblað í Sheffield, þaðan sem hann er.
„Við áttum geysisterka byrjun í Dubaí í byrjun árs“ sagði Willett, „og síðan héldum við áfram svona, augljóslega og áttum klikkuðustu tvær vikur ævi minnar í apríl. Já, rússibaninn fór aðeins niður á við og síðan var það aftur tilfinningin eins og við værum á uppleið aftur og við lukum keppnistímabilinu á ágætis hátt í síðustu viku.“
Í Dubaí vann Willett sigur á Dubaí Desert Classic og það kom mörgum á óvart.
En það var fleira sem átti eftir að koma á óvart … þ.e. sigur Willett á Masters …. en Jordan Spieth var búinn að vera í forystu allt mótið.
Og Masters bliknaði í raun í samanburði við það sem var í vændum fyrir Willett því von var á fyrsta barn hans og eiginkonu hans, Nicole.
„Þetta var bara sönn spenna og eftirvænting, biðin eftir litla manninum,“ sagði Willet. „Þetta er fyrsta barnið okkar og allir voru að segja okkur hversu gott það væri, en allt lagðist á Nic(ole – eiginkonu Willett) og síðan að sjá til þess að allt væri í lagi. Sem betur fer fæddist sonur okkar Zachariah þriðjudaginn fyrir Augusta, sem gaf mér (Willett) 4-5 daga til þess að líta eftir Nic og verja svolitlum tíma með báðum og virkilega njóta þess. Við fórum til Augusta virkilega ekki með miklar væntingar. Við höfðum ekki gert mikið, ég spilaði svolítið golf en ég fór þarna út með algerlega aðra sýn á nokkra hluti með litla manninn heima og augljóslega áttum við viku ævi okkar þarna.“
Engar væntingar, ekkert taugastríð, engar áhyggjur; Willett gat blokkerað út hræðsluna við Augusta og bara skemmt sér – er það annars ekki?
„Það er satt,“ sagði Willett, „þar til fer að ganga vel á 9 holum!“
Góða golfið varð síðan frábært og ótrúlegur endir þegar Willett stormaði á topp skortöflunnar.
„Við vorum 3 höggum á eftir forystumanninum (Spieth) lokahringinn. Við vissum að við yrðum að spila ansi gott golf. Jordan, er eins og allar vita mjög góður á þessum golfvelli og þetta var ansi „tricky“ dagur, vindurinn blés, en við vorum að spila vel, stöðugt golf alla vikuna og áttum bara frábæran sunnudag, spiluðum gott golf og misstum ekki högg allan daginn, “ sagði Willett um lokahring sinn á Masters 2016.
„Við gáfum ekkert eftir, við héldum áfram að pressa og færðumst nær og nær og nær þar til á endanum hann (Spieth) myndi halda áfram eins og hann gerði eða eitthvað myndi gerast á 10., 11. og 12. (Amen Corner). Þetta voru aðeins 40 mínútur sem liðu frá því að ég var 2 höggum undir þar til ég var kominn 2 högg í forystu. Þetta var að byggjast upp allan daginn og frá sjónarhóli áhorfanda var gott að sjá okkur á mismunandi tímum á mismunandi hlutm golfvallarins. Hávaðinn sem kom frá ólíkum pörtum vallarins var ótrúlegur. Andrúmsloftið var frábært. Bara æðisleg reynsla virkilega; að vera þarna og spila svona golf á sunnudegi.“
„Þetta var öðruvísi,“ sagði Willett. „Ég vil bara vinna vinnuna mína og síðan slaka á heima með vinum og fjölskyldu – það er þannig sem ég hef alltaf gert það. Nú skilur maður hversu mikið öðruvísi þetta er fyrir strákana sem fara í gegnum þetta viku eftir viku og augljóslega var það svolítð þannig fyrir okkur, en það er bara nokkuð sem þarf að venjast ef maður vill vera í þessari stöðu.
„Ef maður vill sigra á risamótum verður maður bara að taka allan pakkann og allt sem í honum er. Við lærðum að „díla“ við þetta og það hefir gengið aðeins betur sl. mánuði.„
Það sem Danny var svo sannarlega ekki undirbúinn fyrir var að bróðir hans Peter komst í fyrirsagnirnar þegar Danny var að vinna stórsigra sína og síðan taka þátt í Rydernum.
Peter æsti upp bandaríska áhangendur og áhorfendur Rydersins. Fyrirliði Ryder bikars liðs Evrópu Darren Clarke sá sig knúinn til að segja að afstaða Peters endurspeglaði ekki viðhorfi Ryderliðs Evrópu, en síðar sagðist Danny fyllilega taka undir allt sem bróðir hans hefði sagt og sagði reynslu sína af Ryderenum hafa verið ‘s***’ (eða sem sagt að hann hefði haft skítareynslu af Rydernum.)
Frá því að Ryder bikarinn fór fram hefir Danny Willett mildast aðeins í afstöðu sinni, en hann var aðeins vonsvikinn hversu illa hann spilaði. „Þetta er fyrsta af mörgum Ryder bikars mótum og maður bara fjarlægist þetta (vonbrigðin og slæma leikinn).
„Ég var að spila of mikið golf og leggja of hart á líkamann og hugurinn var of langt frá leiknum … þetta er nokkuð sem maður verður bara að læra af. Það er erfitt í lok árs þegar maður er að spila gott golf og mikið og maður verður bara að taka tillit til þessa á næstu árum.“
Willett bætti við: „Maður lærir í hverri viku, nýja hluti og maður lærir betur að höndla ákveðnar aðstæður. Ég er viss um að gæjarnir sem hafa verið á Túrnum í 15-20 ár séu enn að læra.“
En allt í allt hefir árið 2016 verið Willett ógleymanlegt!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
