Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2016 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Caroline Inglis (9/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45.

155 þátttakendur voru að þessu sinni.

11 stúlkur voru jafnar í 44. sæti og hljóta allar takmarkaðan spilarétt. Þetta voru þær: Brianna Do, Augusta James, Emily Collins, Caroline Inglis, Allyssa Ferrell, Haeji Kang, Benyapa Niphatsophon, Alejandra Llaneza, Hannah Burke, Celine Boutier og Krista Puisite.

Allar léku þær á 3 undir pari, 363 höggum.

Brianna Do, Allyssa Ferrell, Haeji Kang, Benyapa Niphatsophon, Alejandra Llaneza, Celine Boutier, Hannah Burke og Krista Puisite hafa þegar verið kynntar til sögunnar og í dag verður Caroline Inglis kynnt.

Caroline Inglis fæddist í Oregon. Hún er dóttir William og Laurie Inglis og á einn bróður, Colin.

Caroline átti góðan áhugamannaferil.

Hún spilaði golf í menntaskóla með Churchill Highschool í Eugene, Oregon þar sem hún býr.

Hún útskrifaðist síðan frá University of Oregon nú í sumar 2016 með gráðu í viðskiptafræði.

Sjá má um afrek Inglis í bandaríska háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR: 

Nú strax í fyrstu tilraun er Inglis komin á LPGA, að vísu aðeins með takmarkaðan spilarétt en engu að síður glæsilegt!

Caroline segir uppáhald sitt vera Fresh Banana Brownie ís frá Prince Puckler’s.