Evróputúrinn: Stenson kylfingur ársins 2016
Henrik Stenson, sem sigraði í ár á Opna breska og varð efstur á stigalista Evróputúrsins, þ.e. The Race to Dubai hefir verið útnefndur Íþrótta maður ársins á Evróputúrnum.
Þetta er í 2. skiptið á 4 árum sem hann hlýtur titilinn.
Stenson átti frábæra 12 mánuði af golfi á árinu þar sem hann sigraði m.a. á BMW International Open í júní áður en hann lyfti Claret Jug minna en mánuði síðar á 145. Opna breska og varð fyrsti sænski karlkylfingurinn til þess að sigra í golfrisamóti.
Epísk viðureign hans við Phil Mickelson á Royal Troon mun líklega verða minnst í golfsögunni sem ein af eftirminnilegustu viðureignunum; en Stenson lauk leik á ótrúlegum 63 höggum – þar sem hann jafnaði lægsta skor sigurvegara á lokahring á risamóti – og sigraði með 3 högga mun á næsta mann, þ.e. á samtals 20 undir pari, 264 höggum.
Í ágúst tók Stenson silfrið á Ólympíuleikunum í Ríó, fyrsta mótinu þar sem golfið var keppnisgrein í 112 ár.
Jafnframt var Stenson í tapliði Evrópu í Rydernum, en vann þó tvímenning sinn g. Jordan Spieth 3&2 og hélt þannig uppi heiðri Evrópu.
Frábær kylfingur Henrik Stenson og vel að heiðurstitlinum kominn, en hann hlaut nú um daginn einnig bikar golffréttaritara, sem völdu hann með miklum meirihluta!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
