Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2016 | 21:00

Ólafía Þórunn Íþróttakona Reykjavíkur 2016!

Tilkynnt var um val á Íþróttafólki Reykjavíkur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag, miðvikudaginn 14. desember 2016.

Allt frá árinu 1979 hefir stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur valið Íþróttamann Reykjavíkur og var þetta því í 38. sinn sem hátíðin fór fram.

Í ár voru í fjórða sinn kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur auk þess sem að Íþróttalið ársins í Reykjavík var valið.

Það var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, sem var valin íþróttakona Reykjavíkur 2016.

Um hana sagði á vefsíðu Reykjavíkurborgar:

Íþróttakona Reykjavíkur 2016 er kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Ólafía Þórunn var á dögunum fyrst íslenskra kylfinga til að vinna sig inn á PGA mótaröðina í golfi. Hún er Íslandsmeistari kvenna í golfi og setti mótsmet á Íslandsmótinu með því að leika á -11 samtals.“

Íþróttakarl Reykjavíkur 2016 var valinn kraftlyftingamaðurinn Júlían Jóhann Karl Jóhannsson úr Glímufélaginu Ármanni og íþróttalið Reykjavíkur 2016 var valið lið KR í körfuknattleik karla sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari á árinu.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íþróttakona Reykjavíkur, Júlían íþróttakarl Reykjavíkur og Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR.

F.v.: Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íþróttakona Reykjavíkur, Júlían Jóhann Karl Jóhannsson íþróttakarl Reykjavíkur og Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR.

Heimild: Reykjavíkurborg.