Haeji Kang frá Suður-Kóreu Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Haeji Kang (7/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45.
155 þátttakendur voru að þessu sinni.
11 stúlkur voru jafnar í 44. sæti og hljóta allar takmarkaðan spilarétt. Þetta voru þær: Brianna Do, Augusta James, Emily Collins, Caroline Inglis, Allyssa Ferrell, Haeji Kang, Benyapa Niphatsophon, Alejandra Llaneza, Hannah Burke, Celine Boutier og Krista Puisite.
Allar léku þær á 3 undir pari, 363 höggum.
Brianna Do, Benyapa Niphatsophon, Alejandra Llaneza, Celine Boutier, Hannah Burke og Krista Puisite hafa þegar verið kynntar til sögunnar og í dag verður Haeji Kang kynnt.
Haeji Kang fæddist í Seúl, Suður-Kóreu 14. nóvember 1990 og er því 25 ára og á 26 ára afmæli á morgun!
Sem barn fluttist Haeji frá Kóreu til Nýja-Sjálands og síðan til Ástralíu til þess að spila golf. Hún átti góðum árangri að fagna á unglingamótaröðum og sem áhugamaður í Ástralíu. Hún var t.a.m. besti áhugamaðurinn í LG Bing Lee Women’s NSW Open, árið 2006. Haeji sigraði í Australian Girls’ Championship árið 2007 og varð í 2. sæti í Senior Amateur. Árið 2007 hlaut hún boð styrktaraðila til þess að spila í ANZ Ladies Masters þar sem hún skilaði lægsta skori áhugamanns..
Atvinnumennskan
Kang spilaði á Futures Tour (undanfara Symetra Tour) í Bandaríkjunum haustið 2007 og var í 12. sæti á stigalistanum. Hún gerðist atvinnumaður eftir úrtökumótið og spilaði 2008 á Futures Tour. Á 2008 keppnistímabilinu var hún með 6 topp-10 árangra og 1 sigur þ.e. á Greater Richmond Duramed FUTURES Classic, 17. ágúst 2008.
Kang spilaði í fyrsta sinn á LPGA úrtökumóti haustið 2008 og varð í 29. sæti þá sem gaf henni takmarkaðan spilarétt á LPGA 2009 og fullan á Futures Tour. Hún spilaði í 16 mótum á LPGA Tour 2009 og vann sér inn nógu mikið verðlaunafé til þess að spila með fullan keppnisrétt á LPGA Toru 2010. Besti árangur hennar nýliðaárið 2009 var T-4 á Wegmans LPGA. Á 2. ári sínu á LPGA Tour 2010 var besti árangur hennar T-5 á Sybase Match Play Championship.
Besti árangur Kang á risamóti er T-5 árangur á ANA Inspiration 2013.
Nú er Kang komin með takmarkaðan spilarétt keppnistímabilið 2016-2017 eftir T-44 frammistöðu sína á lokaúrtökumótinu á LPGA International á Daytona Beach í Flórída.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
