Ólafía fer í aðgerð ekki á morgun heldur hinn
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur úr GR fer í aðgerð þann 15. desember og er hún vongóð um að jafna sig fljótlega. Ólafía tryggði sér sem kunnugt er keppnisrétt á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum fyrst allra íslenskra kylfinga og er fyrsta mótið á dagskrá vikuna 23.-29. janúar á Bahamas-eyjum.
„Ég er að gera þetta vegna ráðlegginga frá tannlækninum mínum, en ég er með undirbit sem þarf að laga þar sem að tennurnar á mér slitna hratt eins og staðan er á þessu núna. Á undanförnum vikum hef ég hugsað mikið um hvernig ég gæti gert þetta án þess að hafa mikil áhrif á mótin sem eru framundan. Í desember og janúar eru einu tækifærin fyrir okkur atvinnukylfingina að gera slíka hluti. Við náðum að flýta aðgerðinni og ég ætti að geta jafnað mig í tæka tíð fyrir fyrsta mótið á LPGA,“ segir Ólafía Þórunn en hún var einnig tilbúinn að fresta aðgerðinni um eitt ár.
Ég er í góðu standi, hraust og verð án efa fljót að jafna mig
„Ég set golfið í forgang og ég er ekki að taka áhættu með þessu. Ég hefði alveg getað frestað þessu um ár ef tímasetning á aðgerðinni hefði verið síðar í desember eða á nýju ári eins og fyrsta var stefnt að. Ég er bara jákvæð á að þetta gangi allt upp. Ég er í góðu standi, hraust og verð án efa fljót að jafna mig. Ég byrja að æfa mig í janúar eins og ég hafði áætlað, og mér veitir ekkert af því að hvíla mig aðeins á golfinu núna í desember,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir við golf.is
Heimild: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
