Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2016 | 08:00

Evróputúrinn: Brazel sigraði á UBS Hong Kong Open – Hápunktar lokahringsins

Það var Sam Brazel frá Ástralíu, sem sigraði í gær, 11. desember 2016,  á UBS Hong Kong Open.

Brazel er tiltölulega óþekktur kylfingur, a.m.k. hér í Evrópu og var að næla sér í sinn fyrsta sigur í Hong Kong á Evróputúrnum.

Sigurskor Brazel var 13 undir pari, 267 högg (66 66 67 68) og fyrir sigurinn hlaut Brazel € 311.843, sem ættu að koma sér vel í jólainnkaupunum! 🙂

Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir, var spænski kylfingurinn Rafa Cabrera Bello og 3. sætinu deildu kylfingarnir Andrew Dodt frá Ástralíu og Tommy Fleetwood frá Englandi báðir enn öðru höggi á eftir á samtals 11 undir pari, hvor.

Sá sem átti titil að verja, en hefir átt í bakverkjum, Justin Rose, varð T-36 á samtals 2 undir pari.

Sjá má hápunkta lokahrings UBS Hong Kong Open með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á UBS Hong Kong Open með því að SMELLA HÉR: