Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2016 | 10:00

Henrik Stenson heiðraður af golffréttariturum

Sigurvegari Opna breska 2016 og silfurmedalíuhafi á Ólympíuleikunum Henrik Stenson vann heiðursbikar golffréttaritara ( Golf Writers Trophy) í 2. sinn á ferlinum.

Stenson náði fyrsta risatitli sínum á Royal Troon sl. júlí eftir epískan lokahring, þar sem hann átti í harðri baráttu við gamla brýnið Phil Micklelson.

Golffréttaritarar greiddu atkvæði og vann Stenson með miklum meirihluta félagsmanna í sambandi Golffréttaritara sem greiddu atkvæði  (ens.: the Association of Golf Writers).

Helstu keppinautar Stenson um heiðurinn voru sigurvegari Masters, sem einnig vann að vinna fyrsta risatitil sinn, Danny Willett, sem og Justin Rose og Alex Noren, en sá síðastnefndi sigraði í hvorki fleiri né færri en 4 mótum Evrópumótaraðarinnar í ár.

Það var hins vegar hinn 40 ára Stenson, sem einnig sigraði á BMW International Open, og átti 11 topp-10 árangra og var efstur á stigalista Evrópumótaraðarinnar í 2. sinn  (ens. European Tour’s Race to Dubai) sem átti atkvæði flestra og sigraði.

Það er ávallt mikill heiður að hljóta viðurkenningu sambandsins,“ sagði Stenson, sem vann bikarinn fyrst 2013.

Við tölum um að hljóta viðurkenningu frá starfsfélögum okkar og vinum en í þessu tilviki er svo frábært að hljóta viðurkenningu frá einhverjum mestu kunnáttumönnum meðal fjölmiðlamanna í íþróttinni,“ sagði Stenson m.a.

Það er yndislegt að hjóta Golf Writers Association Trophy og mér finnst mér mikill heiður sýndur að vinna verðlaunin í 2. sinn á ferli mínum.“

Þetta hefir verið frábært ár fyrir evrópskt golf og Evrópumótaröðina, jafnvel þó við næðum ekki að koma heim með Ryder bikarinn, þá þegar ég lít tilbak þá veit ég að sigurinn á Opna breska hjálpaði mikið og eins að sigra á Race to Dubaí.

Það verður að óska Danny (Willett) til hamingju fyrir að sigra á Masters og með hliðsjón af því þá verð ég aftur að þakka the Association of Golf Writers fyrir að velja mig sem kylfing ársins,“ sagði Stenson loks.