Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2016 | 09:00

Branden Grace kvæntist

Suður-Afríski kylfingurinn Branden Grace gekk í það heilaga 4. desember s.l.

Hans lukkulega heitir Nieke Coetzee og þau Branden hafa verið par lengi.

Branden og Nieke Grace

Branden og Nieke Grace eftir að Branden Grace sigraði á Alfred Dunhill mótinu 2014

Nieke ólst upp í Suður-Afríku líkt og Branden og hefir m.a. verið kaddý hans í par-3 keppninni sem er árlegur undanfari Masters risamótsins.

Hvort heldur Branden spilar á Evrópumótaröðinni eða Sólskinstúrnum þá fylgir Nieke honum.

Branden tvítaði að brúðkaupsdagurinn hefði verið sá besti í lífi sínu til þessa.

Branden Grace hefir sigrað 7 sinnum á Evrópumótaröðinni, 5 sinnum á Sólskinstúrnum suður-afríska og 1 sinni á PGA en PGA Tour sigurinn kom 17. apríl 2016, á þessu ári, þegar Grace sigraði á RBC Heritage.