Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2016 | 17:00

Tiger í hafnarbolta – Myndskeið

Endurkoma Tigers í keppnisgolfið tókst nokkuð vel á Hero World Challenge mótinu s.l. helgi þar sem hann var gestgjafi að hann er nú farinn að reyna fyrir sér í öðrum íþróttagreinum.

Það sást til hans þar sem hann var að spila golf við opnun á nýja golfstaðnum hans The Oasis Short Course, í Cabo, Mexíkó, en líka að kasta hafnarbolta.

Finnst ykkur það ekki undarlegt?

Kannski ekki þegar nánar er athugað hver var spilafélagi hans, en það var enginn annar en MLB-stjarnan Roger Clemmens, betur þekktur sem „The Rocket“ af þeim sem fylgjast með „The Yankees“ og bandarískum hafnarbolta.

Sjá má myndskeið af Tiger að kasta hafnarbolta með því að SMELLA HÉR: