Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2016 | 07:30

LET: Florentyna Parker efst í Dubaí

Í gær hófst Omega Dubai Ladies Masters í Dubaí.

Efst eftir 1. dag er enski kylfingurinn Florentyna Parker, en hún lék á 5 undir pari, 67 höggum.

Á hringnum fékk Parker 9 fugla, 2 skolla og 1 skramba.

Í 2. sæti eru fyrrum liðsfélagi Ólafíu Þórunnar í Wake Forest, Cheyenne Woods og  franski kylfingurinn Sophie Giquel-Bettan , báðar á 4 undir pari, 68 höggum.

Annar hringurinn á Omega Dubaí Ladies Masters er þegar hafinn og má fylgjast með honum með því að SMELLA HÉR: