Ko segir upp þjálfara sínum David Leadbetter
Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko er hætt með þjálfarann David Leadbetter, sem hún hefir haft undanfarin 3 ár.
Leadbetter staðfesti í gær, miðivkudaginn 7. desember 2016 að hann væri ekki lengur að starfa hjá Ko. Hin 19 ára Lydia Ko hefir ekki látið neina yfirlýsingu frá sér fara.
„Svona hlutir gerast í þjálfaraheiminum, hvort sem það er Jürgen Klinsmann hjá landsliði Bandaríkjanna í fótbolta eða Novak Djokovic, sem var að losa sig við þjálfara sinn Boris Becker í þessari viku,“ sagði Leadbetter í fréttatilkynningu. „Þessar breytingar eru allar hluti af þjálfarabissnessnum.“
Ko sneri sér til Leadbetter eftir að hún fluttist frá Nýja Sjálandi til Bandaríkjanna. Áður hafði hún unnið með Guy Wilson allt frá því að hún byrjaði í golfi, 5 ára.
Lyda Ko sigraði 4 sinnum á LPGA á þessu keppnistímabili og hefir allt í allt sigrað 14 sinnum á hinum unga ferli sínum (allt innan við 20 ára aldurinn!!!)
„Við óskum Lydíu alls hins besta í framtíðinni og vitum það, þegar litið er fram á veginn, að ef henni tekst að standast mikið af þrýstingnum utan frá sem eru samfara því að vera nr. 1 í heiminum og ef lið hennar heldur væntingunum hóflegum þá getur hún náð enn lengra og orðið betri,“ sagði Leadbetter.
Allskyns breytingar hjá Ko en seint á keppnistímabilinu sagði hún upp kylfusveini sínum Jason Hamilton. Sá var fljótur að fá nýja stöðu hjá aðalkeppinaut Ko, Ha Na Jang.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
