Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2016 | 08:00

Evróputúrinn: Cabrera-Bello í forystu 1. dag í Hong Kong

Í nótt hófst í Hong Kong UBS Hong Kong Open, en mótið er mót vikunnar á Evróputúrnum.

Efstur eftir 1. dag er spænski kylfingurinn Rafa Cabrera-Bello, en hann lék á 6 undir pari, 64 höggum.

Í 2. sæti er franski kylfingurinn Sébastien Gros, 1 höggi á eftir á 65 höggum.

Síðan er hópur 10 kylfinga sem deilir 3. sætinu á 66 höggum, en þeirra á meðal er Titleist erfinginn Peter Uihlein.

Justin Rose, sem á titil að verja í mótinu er í 57. sæti eftir hring upp á 70 högg, en hann hefir átt við bakmeiðsli að stríða og tekur meira þátt í mótinu af vilja en getu (heilsufarslega séð).

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag UBS Hong Kong Open SMELLIÐ HÉR: