Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, á samkomu til heiðurs henni í tilefni að því að hún komst á sterkutu kvenmótaröð heims í golfinu, LPGA. Hér: umvafin systkinabörnum sínum. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2016 | 23:00

Móttaka til heiðurs Ólafíu Þórunni 7. des 2016

Í kvöld miðvikudaginn 7. desember 2016,  kl. 18:30 var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR heiðruð í Golfskálanum í Grafarholti.

Það voru Golfklúbbur Reykjavíkur, Golfsamband Íslands og Forskot afrekssjóður, sem stóðu að móttökunni.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér keppnisrétt á LPGA mótaröðinni í golfi með frábærum árangri á lokaúrtökumótinu sem lauk um síðustu helgi en mótið stóð dagana 30. nóvember – 4. desember 2016.

Ólafía er fyrsti íslenski kylfingurinn sem hefur náð þeim árangri að komast inn á sterkustu kvenatvinnumótaröð veraldar, LPGA.

Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ,  Lárus Blöndal foseti ÍSÍ, og Björn Víglundsson, formaður GR héldu ræður til heiðurs Ólafíu Þórunni, sem og Hólmfríður Einarsdóttir, fyrir hönd Forskots og borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson færði Ólafíu Þórunni blómvönd.

Ólafía tók við margvíslegum heiðursviðurkenningum þarna um kvöldið og tók að lokum sjálf til máls um hvernig henni hefði tekist að landa 2. sætinu.  Hún sagði m.a. að „ef maður ynni brjálæðislega mikið“ að einhverju næðist markmiðið.

Fagurt var að keyra upp á klúbbhúsi GR en það var skreytt með lifandi ljósi, útikertum og mótttakan tókst vel í alla staði.

Hér má sjá nokkrar myndir:

1-a

10-a

11-a

14-a

15-a

16-a

17-a

12-a

13-a

18-a

21-a

22-a

25-a

24-a