Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2016 | 10:00

Evróputúrinn: Rose hyggst verja titil sinn í Hong Kong

Mót vikunnar á Evróputúrnum er UBS Hong Kong Open.

Það er enski kylfingurinn Justin Rose, sem á titil að verja.

Hann er ákveðinn í að láta meiðsl lönd og leið og verja titil sinn á UBS Hong Kong Open.

Rose tók sér 2 mánaða frí eftir Ryderinn til þess að koma skikki á bakmeiðsl sín, en tók þátt í móti þar sem Tiger var gestgjafi, þ.e. Hero World Challenge.

Hann varð að draga sig úr mótinu þegar eftir 1 hring vegna þess að bakið var að plaga hann og viðurkennir að undirbúningur sinn fyrir mótið í þessari viku í Hong Kong golfklúbbnu hafi ekki verið eins og best væri á kosið.

Rose er þó ákveðinn að snúa aftur til keppni

Til þess að sjá viðtal við Justin Rose fyrir UBS Hong Kong mótið SMELLIÐ HÉR: