Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2016 | 08:00

LET: Lið Kóreu sigraði á The Queens

Það var lið Kóreu sem stóð uppi sem sigurvegari á liðamóti 4 stærstu kvenmótaraða heims, nema bandaríska LPGA þ.e. LET, ALPG, JLPGA og KLPGA.

Fyrirkomulag mótsins er nokkuð svipað Solheim Cup, spilaður er fjórmenningur og fjórbolti fyrstu tvo keppnisdagana og ákveðst hvaða 2 lið keppa annars vegar um sigurinn og hins 3. sætið.

Síðan fara fram 8 tvímenningsleikir á sunnudeginum og veitir sigur 2 stig, jafnt skor 1 stig en tap ekkert stig.

Og það var lið Kóreu, sem sigraði nú í ár 2016, lið Japana (JLPGA) með miklum yfirburðum eða 15 stigum gegn 1 stigi Japana.

Lið Evrópu (LET) og Ástrala (ALPG) spiluð um 3. sætið og þar var mjórra á mununum – lið Evrópu sigraði með 9 stigum gegn 7 stigum Ástrala, sem börðust eins og ljónynjur.

Hér má sjá úrslit leikja 3. keppnisdaginn (þ.e. sunnudagsins 4. desember 2016):

Leikur um 3. sæti The Queens milli LET og ALPG:

Leikur 1

Georgia Hall (LET) sigraði Katherine Kirk 2 a& 1

Leikur 2

Catriona Matthew (LET) sigraði Rachel Hetherington 2 up

Leikur 3

Sarah Jane Smith (ALPG) sigraði Nuria Iturrios (LET) 3 & 2

Leikur 4

Cathryn Bristow (ALPG) sigraði Isabelle Boineau 2 up

Leikur 5

Leikur Nönnu Koerstz Madsen (LET) við Su-Hyun Oh (ALPG) féll á jöfnu A/S

Leikur 6

Florentyna Parker (LET) sigraði Söruh Kemp 5 & 4

Leikur 7

Whitney Hillier (ALPG) sigraði Becky Morgan (LET) 1 up

Leikur 8

Linda Wessberg (LET) sigraði Stacey Keating 1 up

Úrslit: LET 9 stig, ALPG 7 stig   –  LET varð í 3. sæti!!!

Úrslitaviðureign KLPGA og japanska LPGA (JLPGA)

Leikur 1

Jiyai Shin (KLPGA) sigraði Shiho Oyama 5 & 4

Leikur 2

Min Sun Kim (KLPGA) sigraði Ai Suzuki 4 & 3

Leikur 3

Su Yeon Jang (KLPGA) sigraði Ritsuko Ryu 1 up

Leikur 4

Hae Rym Kim (KLPGA) sigraði Megumi Shimokawa 3 & 2

Leikur  5

Jin-Young Ko (KLPGA) sigraði Eriku Kikuchi 3 & 1

Leikur 6

Jeongmin Cho (KLPGA) sigraði Yukari Nishiyama 2 & 1

Leikur 7

Seon Woo Bae (KLPGA) sigraði Ayaka Watanabe 1 up

Leikur 8

Leikur Seung Hyun Lee (KLPGA) við Kotone Hori (JLPGA) féll síðan á jöfnu og var þetta eina stig Japana A/S

KLPGA sigraði í 4 liða viðureign The Queens í ár!!!!