Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2016 | 20:47

Lokaúrtökumót LPGA: Ólafía Þórunn á 68 höggum á 4. degi!!!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR,, lék 4. hringinn á 4 undir pari, 68 glæsihöggum – fékk 6 fugla og 2 skolla!!!

Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila á 13 undir pari, 275 höggum (74 66 67 68).

Þrír hringjanna hafa verið undir 70, sem er virkilega flott!!!

Svo virðist sem lokahollið hafi ekki náð að ljúka leik og er því óljóst á þessari stundu í hvaða sæti Ólafía Þórunn er; Jaye Marie Green er í 1. sæti á samtals 15 undir pari og Sadena Parks og Nasa Hataoka á samtals 12 undir pari; en ljóst er að allar eru þær fjórar; framangreindar 3 og Ólafía Þórunn í efstu 4 sætunum!!!

Lokahringurinn fer fram á Hills vellinum á morgun og óskar Golf 1 Ólafíu Þórunni alls hins besta og þess að draumurinn um að spila á LPGA 2017 rætist!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 4. keppnisdag á lokaúrtökumóti LPGA SMELLIÐ HÉR: