Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2016 | 16:10

Evróputúrinn: Brandon Stone efstur á Alfred Dunhill e. 3. dag

Það er S-Afríkumaðurinn þ.e. heimamaðurinn Brandon Stone, sem leiðir á Alfred Dunhill mótinu eftir 3. keppnisdag og er því með forystuna fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun.

Stone er búinn að spila á samtals 17 undir pari, 199 högum (67 66 66).

Þrír deila 2. sætinu; þeir Charl Schwartzel og Keith Horne, báðir frá S-Afríku og Englendingurinn Chris Hanson.

Þremenningarnir í 2. sætinu eru búnir að spila á samtals 14 undir pari, hver og því 3 höggum á eftir forystumanninum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Alfred Dunhill mótinu SMELLIÐ HÉR: