Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2016 | 16:12

Lokaúrtökumót LPGA: Ólafía Þórunn hóf leik kl. 15:12 á 4. hring – Fylgist með hér

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hóf leik kl. 15:12 að íslenskum tíma (Kl. 10:12 í Flórída) er sem sagt farin út og nú er um að gera að senda henni alla þær hlýju hugsanir sem hægt er.

Á 4. keppnisdegi er Rees Jones völlurinn (sá auðveldari … hmmmm…) spilaður – Hið rétta er að völlurinn er þrælerfiður!

En eftir 3 spilaðar holur virðist sem Ólafía Þórunn sé ekkert að gefa eftir og er þegar búin að fá einn fugl.  (Nú er bara að gera það sama á 3. holu fresti!!! Áfram Ólafía Þórunn!!!

Fjöldi Íslendinga er á LPGA International að fylgjast með og hvetja Ólafíu Þórunni áfram.

GSÍ fylgist með hverju skrefi Ólafíu og má fylgjast með tvítum þeirra á golf.is eða með því að SMELLA HÉR:   eða á Twittersíðu GSÍ þar sem skor Ólafíu er stöðugt uppfært með því að SMELLA HÉR:

Fylgjast má með stöðunni á skortöflu á heimasíðu LPGA með því að SMELLA HÉR: