Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2016 | 11:30

PGA: DJ og Matsuyama efstir á Hero World Challenge – Hápunktar 2. dags

Það eru bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson og japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama sem eru efstir og jafnir á móti vikunnar á PGA Tour, Hero World Challenge – eru báðir búnir að spila á 12 undir pari, 132 höggum: DJ (66 66) – býsna sexý! og … Hideki (65 67).

Þriðja sætinu deila Louis Oosthuizen frá S-Afríku og Matt Kuchar, en báðir hafa spilað á 10 undir pari.

Bubba Watson er síðan einn í 5. sæti á 9 undir pari.

Tiger, sem jafnframt er gestgjafi mótsins, er jafn forystumanni 1. dags JB Holmes og Henrik Stenson frá Svíþjóð en þeir þrír hafa allir spilað á samtals 6 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna á Hero World Challenge SMELLIÐ HÉR:

Sjá má hápunkta 2. dags Hero World Challenge með því að SMELLA HÉR: