Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2016 | 10:00

Evróputúrinn: Andrew Dodt efstur á Australian PGA Championship e. 3. dag

Það er Ástralinn Andrew Dodt sem er efstur á Australian PGA Championship, sem fer fram á RACV Royal Pines Resort á Gullströndinni.

Dodt er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 202 höggum ( 65 67 70).

Öðru sætinu deila enn annar heimamaður Ashley Hall og Bandaríkjamaðurinn Harold Varner III, báðir á samtals 12 undir pari, 204 höggum, þ.e. 2 höggum á eftir Dodt.

Þekktari kylfingar, Adam Scott og John Senden verma síðan 4. sætið enn öðrum 2 höggum á eftir eða samtals á 10 undir pari, hvor.

Jarrod Lyle, sem sigraðist á hvítblæði og sneri aftur í golfið og fór holu í höggi á fyrsta hring er á 3 yfir pari, 219 höggum (69 73 77) og hefir leikur hans því miður farið versnandi eftir því sem líður á mótið en hann rétt komst í gegnum niðurskurð og er T-65 af þeim 80 keppendum, sem náðu niðurskurði.

Til þess að sjá stöðuna á Australian PGA Championship SMELLIÐ HÉR: