Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2016 | 06:00

LET: Lið Japana í forystu á Queens liðamótinu

Nú stendur yfir The Queens, sem er mót svipað Solheim Cup, nema það eru 4 lið einhverra sterkustu kvenmótaraða heims sem keppa: Lið Evrópumótaraðar kvenna (LET); Lið Japana (JLPGA); Lið Kóreu (KLPGA) og lið Ástrala (ALPG).

Mótið fer fram í Miyoshi Country Club, í  Nagoya, Japan.

Eftir fyrsta dag er lið heimakvenna þ.e. Japana með forystu 8 vinninga; í 2. sæti LET og KLPGA með 4 vinninga og lestina rekur lið Ástrala (ALPG) með engan vinning.

Lið Japana er skipað þeim: Ai Suzuki, Erika Kikuchi, Ayaka Watanabe, Kotone Hori, Yumiko Yoshida, Yukari Nishiyama, Megumi Shimokawa og Shiho Oyama.

Sjá má stöðuna eftir 1. umferð með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má liðin hér að neðan:

Lið Evrópu:

01/12/2016 Ladies European Tour 2016: The Queens presented by Kowa, Miyoshi Country Club, Aichi, Nagoya Japan. 2-4 December. Team LET, back row L-R,Georgia Hall, Linda Wessberg, Trish Johnson (Capt), Florentyna Parker, Nanna Madsen. Front Row L-R, Catriona Matthew, Becky Morgan, Nuria Iturrios and Isabell Boineau during the teams offical photo call. Credit: Tristan Jones

Lið LET,aftari röð f.v.: Georgia Hall, Linda Wessberg, Trish Johnson (Fyrirliði), Florentyna Parker, Nanna Madsen. Fremri röð f.v.: Catriona Matthew, Becky Morgan, Nuria Iturrios and Isabell Boineau Mynd: Tristan Jones.

Lið Kóreu:

Lið Kóreu

Lið Ástrala:

Lið ALPG í The Queens