Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2016 | 05:30

Evróputúrinn: Dunne og Schwartzel T-1 á Alfred Dunhill – Hápunktar 1. dags

Það eru þeir Paul Dunne frá Írlandi og Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sem leiða eftir 1. dag Alfred Dunhill mótsins sem hófst á Leopard Creek í S-Afríku í gær.

Báðir léku þeir á samtals 6 undir pari, hvor, 66 höggum.

Schwartzel sigraði einmitt á Alfred Dunhill mótinu 2013.

Í 3. sæti eru nokkrir kylfingar sem léku á 67 höggum, þeir Pablo Larrazabal frá Spáni, heimamennirnir Brandon Stone og  Jean Hugo; Alexander Björk frá Svíþjóð, Scott Jamieson frá Skotlandi og Englendingurinn Max Orrin.

Annar hringurinn er þegar hafinn og má sjá stöðuna á Alfred Dunhill með því að SMELLA HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Alfred Dunhill mótinu SMELLIÐ HÉR: