Lokaúrtökumót LPGA: Fylgist með Ólafíu Þórunni hér
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR hefur keppni í dag á lokaúrtökumóti fyrir sterkustu kvenmótaröð heims, bandarísku LPGA.
Keppt er á LPGA-International golfsvæðinu í Daytona á Miami. Ólafía hefur keppni á Hills vellinum og slær hún fyrsta höggið kl. 14:17 í dag eða kl. 9:17 að staðartíma. Ólafía verður með Mindy Kim frá Bandaríkjunum og Holly Clyburn frá Englandi í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana. Á þriðja keppnisdegi verður ræst út eftir skori og verður sá háttur hafður á það sem eftir er keppninnar.
Á öðrum keppnisdegi leikur Ólafía á Jones vellinum og hefur hún leik kl. 13:11 að íslenskum tíma. Ólafía hefur dvalið við æfingar á keppnisvöllunum í tæplega viku og nýtt tímann vel.
Margir sterkir kylfingar taka þátt í mótinu m.a. indverska golfstjarnan Aditi Ashok, sem sigrað hefir tvívegis í röð á Evrópumótaröð kvenna (LET) nú nýverið.
Eins keppa margir aðrir góðkunningjar s.a. hin danska Nicole Broch Larsen; einn kynþokkafyllsti kylfingur LPGA mótaraðarinar Kathleen Ekey; sterkir kylfingar á borð við Solheim Cup kylfinginn úr liði Evrópu Mel Reid og einn besti kvenkylfingur Þýskalands Isi Gabsa, svo nokkrir séu nefndir.
Ólafía fékk góð ráð frá leikmönnum sem hafa spilað á þessum völlum áður.
„Undirbúningur hefur gengið vel. Ég mætti snemma á keppnisstaðinn til að venjast grasinu og hefja hörkuæfingar. Á þessum tíma er komið að því að halda æfingunum við og spara kraftana. Þetta er mjög langt mót að það er mjög mikilvægt að spara kraftana á næstu tveimur dögum fyrir mótið,“ segir Ólafia en hún fékk góð ráð frá leikmönnum sem hafa spilað á þessum völlum áður og komist í gegnum lokaúrtökumótið á LPGA.
„Þessir leikmenn hafa allir mælt með því að spila mikið um leið og ég mætti á svæðið og æfa mjög mikið – og draga síðan úr magninu og leika aðeins 9 holur síðustu tvo dagana fyrir mótið. Ég er því búinn að leika fjóra 18 holu hringi. Á æfingum hef ég lagt mesta áherslu á vipp og pútt – ásamt því að negla niður gott leikskipulag.“
Ólafía segir að báðir keppnisvellirnir séu skemmtilegir og nokkuð ólíkir. „Hills völlurinn er aðeins þrengri og er með miklu landslagi. Flatirnar eru mjög litlar. Jones völlurinn er aðeins opnari og flatirnar eru með meira landslagi en þetta eru skemmtilegir vellir,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar í lokaúrtökumótinu með því að SMELLA HÉR:
Texti: Hluti greinarinnar frá GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
