Adam Scott telur að hann geti gert betur!
Adam Scott heldur til Royal Pines fljótlega en í næstu viku tekur hann þátt í Australian PGA, en hann telur leik sinn nú vera í „meðallagi“ eftir vonbrigða þátttöku hans í Heimsbikarnum.
En Scott, sem er nr. 7 á heimslistanum um þessar mundir, trúir því að hann sé ekki langt frá því að snúa öllu til betri vegar – hann hefir tröllatrú á því að hann geti gert betur.
Scott og liðsfélagi hans Marc Leishman, voru í raun „heimamenn“ á Kingston Heath, þar sem Heimsbikarinn fór fram en þeir voru ekkert heitir fyrr en á lokahringnum, þar sem þeir fengu loks gott skor, 65 högg, en þ.á.m. voru þrír fuglar frá Scott.
Þessi góða niðurstaða lyfti þeim félögum Scott og Leishman í T-9 árangur.
Scott var ekkert nema jákvæður með verðandi þátttöku sína í Australian PGA, sem fer fram mun nær heimili hans á Gullströndinni.
„Við vorum ekkert að spila illa, við spiluðum bara ekki nógu vel til þess að vera á toppi skortöflunnar,“ sagði Scott um árangur sinn og Leishman í Heimsbikarnum.
„En það eru góð merki á lofti. Leikur minn er sem stendur bara miðlungs, ef ég væri í formi myndum við hafa verið ofar á skortöflunni, ef annar okkar hefði spilað betur.“
„Þetta er allt sólíd (þ.e. leikurinn) en hann er ekkert sérstakur. Vitiðð þið, það þarf bara að fínpússa nokkur atriði og maður er aðeins einu góðu skori frá því að taka þetta alla leið.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
