Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2016 | 08:45

Heimsbikarinn: Danir sigruðu!

Danska liðið í heimsbikarnu spiluðu frábæran seinni 9 og stóðst áhlaup liðs Kína, Frakklands, Bandaríkjanna og Svíþjóðar þegar þeir sigruðu ISPS HANDA heimsbikarinn í golfi í fyrsta sinn.

Sören Kjeldsen og Thorbjörn Olesen komu til lokaviðureignarinnar sigurstranglegastir eftir glæsihring upp á 60 högg á föstudaginn, sem kom þeim í 4 högga forystu.

Þeir ströggluðu að finna ritmann fyrst en síðan duttu fugarnir hver á fætur öðrum; náðu m.a. 6 fuglum á 5 holum á lokahringnum.

Pressan var þó stöðugt á því lið Kína bætti við 3 fuglum á seinni 9 og lið Bandaríkjanna, þ.e. þeir Rickie Fowler og Jimmy Walker fengu 4 á seinni 9.

Sjá má lokastöðuna í Heimsbikarnum með því að SMELLA HÉR: