Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2016 | 10:00

Hvað á að gefa kylfingnum (karlinum í lífi ykkar) í jólagjöf?

Golf.com hefir tekið saman lista með nokkrum góðum hugmyndum um hvað gefa eigi karlkylfingnum í lífi ykkar í jólagjöf.

Þar má finna allt frá treflum og golfskóm að íþróttatöskum, golfhönskum, golfbolum og derum.

Eiginlega skiptir engu máli hvað er gefið, það er hugurinn á bakvið gjöfina sem skiptir máli. Þannig getur poki af tíum vakið hrifningu, tæki til að merkja golfbolta, (sjá má ýmsar skemmtilega tillögum að jólagjöfum með því að smella á auglýsingu Hissa.is á forsíðu Golf1! 🙂

Af öllu þessu eiga kylfingar aldrei nóg. Alltaf gaman að skoða tillögur að jólgjöfum handa kylfingum.

Reyndar var gerð skoðanakönnun í Þýskalandi nú nýverið og þar kom í ljós að konur eru mun fyrr á ferð með að kaupa jólagjafir, karlar bíða gjarnan; jafnvel allt fram á Þorláksmessu eða jafnvel aðfangadag með að versla jólagjafir! En engu að síður gott að hafa hugmynd um hvað gefa eigi, einmitt fyrir þá sem hafa tilhneigingu til að vera á síðustu stundu!

Hér má sjá samantekt Golf.com  SMELLIÐ HÉR: