Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2016 | 09:00

LET: Aditi og Nanna í forystu f. lokahringinn í Qatar

Það eru hin indverska Aditi Ashok og Nanna Koerstz Madsen frá Danmörku sem leiða á Qatar Ladies Open fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun.

Báðar hafa þær stöllur spilað á 12 undir pari, 204 höggum; Aditi (70 66 68) og Nanna (69 66 69).

Ein í 3. sæti er Becky Morgan frá Wales, aðeins 1 höggi á eftir.

Í 4. sæti er síðan hin enska Annabella Dimmock á samtals 10 undir pari og í 5. sæti Lydia Hall frá Wales á samtals 9 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Qatar Ladies Open SMELLIÐ HÉR: