Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2016 | 11:00

Rickie Fowler græðir á sölu húss síns í Flórída!

Rickie Fowler er heldur betur að gera gott með sölu fasteignar sinnar í Flórída.

Hann hefir nú selt eign sína, sem er aðeins 40 m frá og reyndar alveg við Loxahatchee River í Jupiter, Flórída á  $2.85 milljónir.

Húsið tvílyfta, sem er í vörðu umhverfi (ens.: gated community) var sett á markað í september og er selt. Fowler græddi  á sölunni en hann keypti eignina á  $1.6 milljónir árið 2010.  (Sem sagt 1.25 milljóna dala söluhagnaður!!!)

Húsið er 1530 fermetra og því fylgir 1/2 ekra lands og einkabryggja við ánna.

Í því eru stofa með glerdyrum, sem opnast út í bakgarð, borðstofa,  pool-herbergi, „skrifstofa“, eldhús, 4 svefnherbergi og 5 baðherbergi.

Á eigninni er jafnframt sundlaug og suðrænn gróður.

Fowler, 27 ára, hefir vel ráð á eigninni en hann var 8 sinnum á topp-10 á mótum á árinu og m.a. í 2. sæti á Waste Management Phoenix Open í febrúar s.l.

Fowler var ennfremur í sigurliði Bandaríkjamanna í Ryder Cup og hefir á ferli sínum unnið sér inn yfir $26 milljónir.

En engu að síður gaman fyrir Rickie að meira en tvöfalda söluandvirði eignar sinnar!!!

Hér má sjá nokkrar myndir af fasteign Rickie Fowler í Jupiter í Flórída:

1-a-fow

10-a-fow

11-a-fow

13-a-fow

14-a-fow

1-a-rickie