Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2016 | 17:00

Heimsbikarinn: Fowler og Walker pósa með eiturslöngu

Heimsbikarinn fer fram í þessari viku í Ástralíu.

Jamms, golfið er nú orðið heilsárs sport og tekur engan endi.

Liðakeppnin fer fram í  Melbourne og þátt taka m.a.:  Jimmy WalkerRickie Fowler fyrir Bandaríkin, Chris WoodAndy Sullivan fyrir England, Hideki MatsuyamaRyo Ishikawa fyrir Japan, Jon RahmRafael Cabrera-Bello fyrir Spán og Adam ScottMarc Leishman fyrir Ástralíu.

Áður en golfið hefst pósuðu kylfingstvenndirnar með hinum ýmsu dýrum nú í dag, þriðjudaginn 22. nóvember.

Rickie Fowler og Jimmy Walker héldu á snák, sem sjá má á meðfylgjandi mynd, sem lítur út fyrir að vera a.m.k. 4 drævera langur!

Fowler átti að sögn líka í erfiðleikum með að komast til Melbourne þar sem vinur hans var með prakkarastrik á Rickie og var búinn að koma fyrir flösku í farangrinum hjá honum. 🙂

Sigurvegarar í heimsbikarnum eru m.a. : Jason Day og Adam Scott (2013), Matt Kuchar og Gary Woodland (2011) og Edoardo Molinari og  (2011).