Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2016 | 06:00

LPGA: Ariya valin leikmaður ársins

Ariya Jutanugarn frá Thaílandi vann 5 sinnum á LPGA Tour á þessu keppnistímabili og jafnvel þó hún hafi ekki lyft verðlaunabikarnum á CME Group Tour Championship, þá var ljóst að móti loknu að Ariya myndi hampa titlinum „leikmaður ársins“ á LPGA.

Hún gekk einnig í burt með Race to the CME hnöttinn og var efst á peningalistanum – og fyrir allt þetta fékk hún $ 1 milljón viðurkenningarfé.

Að verða leikmaður ársins er gríðarstórt fyrir mig. Ég er mjög, mjög ánægð með það,“ sagði hún

Jutanugarn sem lék 11 höggum betur en Ko nú um helgina á golfvelli Tiburon Golf Club – lauk keppni T-14 og í 4. sæti á ótinu.

Þrátt fyrir að hafa unnið svona mörg mót á þessu keppnistímabili þá sagði Jutanugarn að markmið hennar í framtíðinni væru ansi einföld.

Bara að reyna að vinna fleiri mót og skemmta mér.“

Sjá má´eldri kynningu Golf 1 á þessum snjalla tvítuga thaílenska kylfingi með því að SMELLA HÉR: