Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2016 | 22:00

LPGA: Charley Hull sigraði á CME mótinu

Það var enski Solheim Cup kylfingurinn Charley Hull sem sigraði á fyrsta LPGA mótinu sínu nú í kvöld, þ.e. CME Group Tour Championship.

Charley lék á samtals 19 undir pari, 269 höggum (67 70 66 66).

Í 2. sæti 2 höggum á eftir Charley varð So Yeon Ryu frá S-Kóreu, á samtals 17 undir pari.

Til þess að sjá hápunkta í leik Charley Hull á lokahring CME mótsins SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á CME Group Tour Championship SMELLIÐ HÉR: