Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2016 | 10:00

PGA: Hughes efstur e. 3. dag á RSM Classic

Kanadíski kylfingurinn Mackenzie Hughes, sem er frekar óþekkt nafn á PGA Tour, enda nýliði og er hann efstur á RSM Classic mótinu á PGA mótaröðinni fyrir lokahring mótsins.

Hughes hefir spilað á samtals 16 undir pari, 196 höggum (61 67 68).

Billy Horschel, Camillo Villegas og Cheng Tsung Pan eru fast á hæla Hughes á 15 undir pari, hver.

Chesson Haddley er síðan einn í 5. sæti á 14 undir pari; mjótt á mununum og stefnir í spennandi lokahring í kvöld.

Til þess að sjá stöðuna á RSM Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags RSM Classic SMELLIÐ HÉR: