Golfvellir í Þýskalandi: Golf Gut Lärchenhof Pulheim-Stommeln (13/18)
Par-4 17. holan á golfvelli Golf Gut Lärchenhof Pulheim-Stommeln nefnist foss eða Wasserfall.

Fallega 17. brautin á Lärchenhof
Á þessari holu hafa mörg úrslitin ráðist á mótum Evrópumótaraðarinnar – Að fá par hér er alltaf súper gott – fugl er kraftaverk.
John Daly hefir oft reynt að dræva inn á flöt í teighögginu en holan er 363 m af mótsteigum (254 af kvennateig) og þarf þá á mótum Evrópumótaraðarinnar að slá a.m.k. 305 m yfir vatnið sem þar er.
Hönnuður vallarins er enginn annar en Jack Nicklaus – sem heldur fast í fílósófíu sína „að ekki eiga að refsa fyrir góð högg“ ehemm …. ja, það verður að segjast að það verður að eiga mjög gott högg af allra aftasta teig …. annars er kylfingum refsað sem spila þaðan.
Allt annað af kvennateig – skemmtilegt.
Völlurinn er allur í heimsklassa – að spila hann … unun.
Á vellinum fór m.a. fram BMW Int. Open í ár, 2016 – að öðrum völlum ólöstuðum, þá hlýtur Lärchenhof bara að vera einn albesti ef ekki besti golfvöllur Þýskalands, sem enginn golfunnandi ætti að láta fram hjá sér fara.
Sjá má þennan yndislega völl og glæsilega heimasíðu klúbbsins nánar með því að SMELLA HER:
Upplýsingar:
Heimilisfang: Hahnenstraße, 50259 Pulheim-Stommeln
Sími: 02238-923 90-0
Fax: 02238-923 90-10
E-Mail: golfclub@gutlaerchenhof.de
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
