Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2016 | 09:30

LPGA: Charlie Hull leiðir á CME – Ko m/sjokkerandi hring á 3. degi

Það er enski kylfingurinn Charlie Hull, sem er í forystu á CME Group Tour Championship.

Hull er búin að spila á samtals 13 undir pari, 203 höggum (67 70 66).

Á hæla Charlie eru heimakonan Brittany Lincicome og suður-kóreanski kylfingurinn So Yeon Ryu, báðar á samtals 12 undir pari.

Forystukonan í hálfleik, nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi átti hræðilegan 3. hring þar sem hún fékk m.a. 4 skolla og er dottin niður í 4. sætið, er samtals búin að spila á 11 undir pari, en var með vallarmet á 2. hring, glæsileg 62 högg – Sjá m.a. með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á CME Group Tour Championship SMELLIÐ HÉR: