Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2016 | 22:01

Ástralasíutúrinn: James Nitties efstur í hálfleik – Adam Scott T-4

Það er Ástralinn James Nitties, sem leiðir á Opna ástralska í hálfleik.

Hann er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum (70 65).

Í 2. sæti fast á eftir Nitties er Ryan Fox á 8 undir pari og í 3. sæti Rhein Gibson á 7 undir pari.

Það er ekki fyrr en í 4. sæti sem við fyrirfinnum uppáhald allra, Adam Scott, sem er búinn að spila fyrstu 2 hringina á 6 undir pari.  Hann deilir jafnframt 4. sætinu með 4 öðrum áströlskum kylfingum, en það er ekki fyrr en í 9. sæti sem fyrirfinnst kylfingur sem ekki er Ástrali, en það er Jhonattan Vegas frá Venezuela.

Til þess að sjá stöðuna á Opna ástralska (ens.: Australian Open) SMELLIÐ HÉR: