Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2016 | 21:00

Viðtal Billy við Rory McIlroy

Evrópumótaröðin er með þrælskemmtileg viðtöl sem heita „Little Interviewers.“

Þar eru spyrlarnir í yngri kantinum og einn litli golffréttamaðurinn, Billy, 9 ára, tók viðtal við sjálfan nr.2 á heimslistanum, Rory McIlroy, sem er ekkert að standa sig allt of vel á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í Dubaí, sem nú stendur yfir (Er T-29).

Billy spurði Rory bara nokkurra erfiðra spurninga; eins og: Hver er uppáhalds kventennisleikarinn þinn?

Til þess að finna út svarið …. jamms þið verðið bara að sá myndskeiðið sjálf….

Hér á eftir má sjá skemmtilegt viðtal Billy við Rory SMELLIÐ HÉR: