Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2016 | 20:00

LPGA: Lydia Ko á 62 og efst e. 2. dag CME mótsins

Það er kylfingur nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Lydia Ko, sem er efst á móti vikunnar á LPGA, CME Group Tour Championships.

Mótið fer fram í hinum dásamlega bæ Naples í Flórída.

Lydia Ko setti vallarmet á keppnisvelli Tiburon Golf Club, 62 glæsihögg á 2. hring, þar sem hún var með 11 fugla og 1 skolla.

Samtals er Lydia búin að spila á 12 undir pari.

Öðru sætinu deila 2 kylfingar á samtals 9 undir pari hvor eða 3 höggum á eftir Lydiu; Ryann O´Toole frá Bandaríkjunum og So Yeon Ryu frá S-Kóreu.

Hér má sjá viðtal við Lydiu eftir 2. hring mótsins SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á CME mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á CME mótinu SMELLIÐ HÉR: