Ekkert verður af DJ g. Rory á Filippseyjum
Ekkert verður af holukeppnis- einvígi milli Dustin Johnson og Rory McIlroy sem var á dagskrá síðar í þessum mánuði á Filippseyjum, skv. frétt ABS-CBN News.
Þetta fyrirhugaða einvígi, sem bar heitið „Dustin vs. Rory: Battle for a Cause,“ féll niður vegna deilu annars vegar milli framkvæmdaaðila mótsins, en í forsvari fyrir þá er bissnessmaðurinn Salvador Zamora og hins vegar Creative Artists Agency (CAA)
Zamora sagði að um samningsbrot (CAA) væri að ræða og því um ekkert annað að ræða en að rifta samningum.
„Það var vegna atburða sem við höfðum enga stjórn á, sem við urðum að rifta,“ sagði Zamora.
Zamora er mikill hvatamaður að golfi á Filippseyjum og hann var að vonast til að einvígið myndi auka áhuga manna á Filippseyjum á golfíþróttinni.
„Þetta myndi hafa markað upphafið á stærri hlutum í filippseysku golfi,“ sagði Zamora loks.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
