Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2016 | 18:00

Sást til Tiger að prófa nýjar kylfur – Myndskeið

Nú þegar nær dregur boðaðri endurkomu Tiger Woods í keppnisgolfið eftir 15 mánaða fjarveru meira og minna vegna bakuppskurða og endurhæfingu hans þeirra vegna, þá er fylgst grannt með Tiger hvert sem hann fer.

Hann sást nú nýverið á æfingasvæðinu að prófa nýjar kylfur, þar sem styrktaraðili hans, Nike, er hættur að framleiða kylfur.

Virðist sem Tiger hafi verið að prófa TaylorMade kylfur.

Sjá má myndskeið af Tiger á æfingasvæðinu með því að SMELLA HÉR: 

Skv. öruggum heimildum var Tiger með skor upp á 63 á Seminole í Flórída nú nýlega – fékk að sögn 2 erni, 7 fugla og 2 skolla á hringnum!!!