Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2016 | 08:00

Naumt tap 2013 á Opna ástralska situr enn í Adam Scott

Adam Scott segir að skolli hans á síðustu holu  Emirates Australian Open 2013 sem hann tapaði mótið með, sitji enn í honum.

Scott var að reyna að sigra í öllum mótum „áströlsku þrennunnar“ Opna ástralska, ástralska PGA og ástralska Masters, en það fór forgörðum þarna á síðustu holunni.

Scott var búinn að vera í forystu allt mótið eftir eftirminnilegan opnunarhring upp á 62 högg, en Rory sigraði hann á síðustu holu.

Mig langar til að sigra hér á Royal Sydney eftir hvað gerðist hér fyrir nokkrum árum,“ sagði Scott m.a. í viðtalinu.

Sjá viðtalið í heild með því að SMELLA HÉR: 

FRAMMISTAÐA ADAM SCOTT Á OPNA ÁSTRALSKA UNDANFARIN ÁR:

2015: T2

2014: 5

2013: 2

2012: 14

2011: T4

2010: T32

2009: 1