Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2016 | 20:00

13 ógleymanleg, dramatísk augnablik úr risamótunum 2016

Hér á eftir fara 13 minnisstæð atvik úr risamótunum 4, sem fram fóru 2016; the Masters, Opna bandaríska, Opna breska og PGA Championship.

MASTERS

1 Í ár var sérstakt hversu margir ásar komu í par-3 keppninni og það á öllum 9 brautunum. Þeir sem náðu draumahögginu þar voru: Justin Thomas, Rickie Fowler, Gary Player, Smylie Kaufman, Webb Simpson, Jimmy Walker, Zach Johnson, David Lingmerth og Andy Sullivan og síðan komu 3 aðrir ásar á sunnudeginum, sá flottasti og eftirminnilegasti e.t.v. ás  Louis Oosthuizen á 16. þegar bolti hans spannnst og fór síðan í bolta  J.B. Holmes og þaðan ofan í holu. Sjá með því að SMELLA HÉR: 

2 Ernie Els’ var með nokkuð sem hann nefndi „heebee jeebee“.  Els átti við titring í höndum sem varð til þess að hann sexpúttaði á einni holunni var samtals á 9 yfir pari og komst ekki í gegnum niðurskurð.

3 Hrun Jordan Spieth. Gamla klisjan er að Masters hefjist ekki fyrr en á seinni 9 sunnudaginn. Spieth komst að því að eiginn raun. Han náði fuglum á 6., 7., 8. og 9 og var með 5 högga forystu á næsta mann og aðra höndina á sigurbikarnum þegar hann …. fékk skolla á 10., 11. og missti boltann í  Rae’s Creek á 12. þar sem hann fékk hvorki meira né minna en fjórfaldan skolla 7 júmbóhögg og lauk mótinu T-2.   Skelfileg vonbrigði fyrir Spieth.

Margir undrandi á að Danny Willett skyldi standa uppi sem sigurvegari á Masters eftir að Spieth var búinn að vera í forystu allan tímann ... og var með sigurinn næstum í höfn ... þar til kom að Amen Corner á 4. hring!!!

Margir undrandi á að Danny Willett skyldi standa uppi sem sigurvegari á Masters eftir að Spieth var búinn að vera í forystu allan tímann … og var með sigurinn næstum í höfn … þar til kom að Amen Corner á 4. hring!!!

4 Sigur Danny Willett. Meðan leikur Spieth hrundi í Amen Corner þá var Willett í sókn. Hann fékk fugla á par-5 13. holu og 15. og var á 16. flöt með 1 höggs forystu.

OPNA BANDARÍSKA

5 Reglufíaskó Dustin Johnson, sem átti sér stað á 5. holu lokahringsins.  Á 12. holu var honum sagt að hann kynni að fá víti fyrir að hreyfa bolta sinn á 5. flöt en hann fengi ekki að vita hvort svo yrði fyrr en eftir hringinn.  Hann fékk síðan vítið og golfheimurinn sprakk … á félagsmiðlunum, þegar mótmælin dundu yfir.

Dustin Johnson og Paulina Gretzky

Dustin Johnson og Paulina Gretzky

6  Þrátt fyrir allt stóð DJ uppi sem sigurvegari 116. Opna bandaríska.

OPNA BRESKA

7 Ótrúlegt mót. Phil Mickelson lék 1. hring á 8 undir pari, 63 höggum … og Henrik Stenson líka!!! Jack Nicklaus fór á Twitter næsta dag og sagði að golfið milli Mickelson og Stenson væri betra en frægt einvígi hans (Duel in the Sun) við Tom Watson.

8 Klemman sem Mickelson notaði til að halda golfderinu á sínum stað!

Phil með klemmuna góðu í derinu

Phil með klemmuna góðu í derinu

9 Louis Oosthuizen náði enn öðrum glæsiásnum á par-3 14. holu Royal Troon á opnunarhringnum. Sjá með því að SMELLA HÉR: 

10 BEEF! Ný golfstjarna. Hann kom fram á stjörnuhimininn eftir sigur á Opna spænska, þar sem hann lofaði því að hann ætlaði að drekka sig fullan ef hann ynni mótið …. og hann stóð við það.  Á fyrsta risamótinu sem Beef tók þátt í (Opna breska, lenti hann í 8. sæti!!!)

PGA CHAMPIONSHIP

11 Aðallega minnisstætt fyrir rigninguna. Eftir tvo ágætis daga í Baltusrol golfklúbbnum skall rigningin á á laugardaginn og stöðvaði allan leik.

12 Einna minnisstæðastur er örn Jason Day á 7.-holunni.  Jason Day vann ekki PGA Championship 2016 en hann fór býrna nærri því. Hann var 2 höggum á eftir Jimmy Walker allan tímann.

13 Þetta er fimmta árið með 4 sigurvegurum, sem allir eru að vinna mót í fyrsta sinn. Þetta er aðeins 5. skiptið á því tímabili sem Masters hefir farið fram þar sem allir sigurvegarar í mótunum eru að sigra á risamóti í 1. sinn. Hin 4 árin þar sem þetta gerist voru: 1959, 1969, 2003 og 2011.