Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2016 | 12:30

Heimslistinn: Matsuyama sigraði á móti í Japan – komst í 6. sæti heimslistans v/það!

Japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama hafði sætaskipti við sjálfan Adam Scott á heimslistanum í þessari viku; fór úr 7. sæti heimslistans upp í 6. sætið.

Ástæða þess er að hann sigraði á móti í heimalandinu, sem ber heitið Mitsui Sumitomo Visa Taiheiyo Masters, en það mót er á Japan Golf Tour.

Mótið fór fram í Taieheiyo golfklúbbnum í Shizuoka, Japan.

Hideki átti frábæran opnunarhring upp á 65 högg og hinir hringir hans voru litlu eða engu síðri; hann sigraði á samtals 23 undir pari, 265 höggum (65 66 65 69).

Hann vann mótið með 6 högga mun á næsta mann, Y.H. Song frá S-Kóreu – og færðist þ.a.l. upp um 1 sæti á topp-10 heimslistans.

Sjá má lokastöðuna á Mitsui Sumitomo Visa Taiheiyo Masters með því að SMELLA HÉR: