GSÍ: Úr skýrslu stjórnar 2016: „Eitt besta ár golfhreyfingarinnar í langan tíma!“
Á formannafundi sem haldinn var 13/11 2016 s.l. helgi var m.a. lögð fram skýrsla stjórnar GSÍ.
Þar sagði m.a. að árið í ár, sem nú er að líða undir lok, 2016, sé eitt besta ár golfhreyfingarinnar í langan tíma.
Hér er gripið niður í skýrsluna:
„Eftir stöðnun í fjölgun kylfinga undanfarin tvö ár, er íslenskum kylfingum aftur farið að fjölga og nemur fjölgunin 2%. Í dag eru skráðir kylfingar 16.823 talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Til samanburðar eru skráðir iðkendur innan knattspyrnuhreyfingarinnar 22.000 talsins.
En þrátt fyrir fjölgun þá eru engu að síður hættumerki á lofti. Þótt kylfingum yfir 50 ára hafi fjölgað um 13% þá fækkaði kylfingum undir 22 ára um 7% – það er vissulega áhyggjuefni og við því verður öll golfhreyfingin að bregðast í sameiningu. Íslenskir kylfingar eru að eldast en nú eru 55% allra kylfinga 50 ára eða eldri. Meðalaldur karlkylfinga er 46 ár á meðan meðalaldur kvenkylfinga er 52 ár. Árið 2008 voru börn undir 16 ára aldri 1.372 talsins en þeim hafði fjölgað í 1.727 árið 2015 – eða um 26% á aðeins sjö árum. Börnin eru kylfingar framtíðarinnar og því er mikilvægt fyrir golfklúbba landsins að taka vel á móti þeim og fjárfesta af krafti í barna- og unglingastarfi.„
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
