Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2016 | 18:00

Golfvellir í Þýskalandi: Mittelrheinischer Golfclub Bad Ems (12/18)

Það er 8. brautin sem verður mörgum eftirminnileg sem spila Bad Ems völlinn en hún er par-5, 450 metra löng.

Þetta er braut fyrir högglanga. Upphafshöggið verður að vera nógu langt til þess að leggja þægilega upp fyrir 2. höggið, sem verður að drífa yfir tjörn sem þarna er. Síðan eru tveir bönkerar, bæði hægra og vinstra megin, sem vakta flötina og eiginlega ómögulegt annað en að lenda í öðrum hvorum þeirra, ætli maður örugglega yfir.

Þetta er aðeins ein af 18 þrælskemmtilegum brautum í Bad Ems, sem án efa er með albestu, a.m.k. fallegustu golfvöllum Þýskalands. Hann var byggður árið 1928 og fagnar því 100 ára afmæli eftir 2 ár!

Bad Ems liggur beggja vegna árinnar Lahn, rétt hjá Koblenz í Rheinland Pfalz u.þ.b. 60 km frá fyrrum höfuðborg Þýskalands, Bonn.

Það kostar €70 (kr. 8.540) á vikudögum að spila Bad Ems og það er aðeins dýrara um helgar eða €90 (u.þ.b. 11.000).

Upplýsingar:

Komast má á heimasíðu Bad Ems golfklúbbsins með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má myndir frá Bad Ems golfvellinum með því að SMELLA HÉR: