Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2016 | 09:45

Bróðir Spieth í fyrirsögnum fyrir að setja bolta í „holu“

Jordan Spieth þarf að fara að taka sig á því fyrirrsagnir íþróttamiðla eru ekki um hann heldur bróður hans, vegna þess að hann náði að setja boltann niður af 15 feta (5 metra) færi.

Steven Spieth, bróðir Jordan er  1,95 m hár efstubekkingur í Brown University, og hann náði að setja niður 19 af 22 fríköstum, í besta leik sínum á 4 ára ferli með körfuboltaliði háskólans, the Bears, sem unnu 88-79 gegn Niagara í Providence, R.I., í gær.

Spieth skoraði 27 stig fyrir lið sitt sem er það hæsta á ferlinum, tók 10 fráköst og aðstoðaði 9 sinnum, en hann leiddi Brown í öllum flokkum.

Hæsti stigafjöldi Steven Spieth til þessa í keppni var 24 stig á móti Princeton sl. janúar.

Christine Spieth, móðir hans og Jordan skrifaði á Twitter hversu stolt hún væri af Steven syni sínum.

Kannski ekki hægt að hugsa sér betri hvatningu fyrir Australian Open fyrir nr. 5 á heimslistanum, Jordan Spieth, sem væntanlega vill gjarnan bæta enn einum áströlskum titli í bikarsafn sitt!